Mikill og vaxandi órói er meðal félagsmanna í BSRB og BHM vegna kjaramála og yfirvofandi niðurskurðar á ríkisútgjöldum.
Titringurinn kom vel fram á stjórnarfundi BSRB í gær. „Óvissan er geysileg,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Hún óttast að félagsmenn missi vinnuna. Hún sagði að grunnlaunin væru reyndar oftast svo lág að atvinnuleysisbætur væru litlu lægri. Þetta væri „ótrúlegt reikningsdæmi“ og vandséð hver sparnaðurinn yrði.
Fjallað er um mál þetta í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.