Olíusjóðurinn tók stöðu gegn Íslandi

Frá ár­inu 2005 veðjaði norski ol­íu­sjóður­inn á fall hins ís­lenska fjár­mála­kerf­is, að því er fram kem­ur í frétt á vef Hegn­ar On­line. Her­leif Håvik, sem hafði um­sjón með stöðu sjóðsins gagn­vart Íslandi, seg­ir í viðtali við vef­inn að sjóður­inn hafi að lík­ind­um verið fyrst­ur til að taka stöðu gegn ís­lensku bönk­un­um, en fjár­fest­ing­ar Håvik urðu til að keyra upp verðið á skulda­trygg­ing­um á ís­lensku bank­ana.

Í frétt­inni er einnig haft eft­ir Ásgeiri Jóns­syni, yf­ir­manni grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings, að hann ef­ist um að hægt sé að kenna ol­íu­sjóðnum um fall ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins. Hins veg­ar sé spurn­ing hvort siðferðilega rétt hafi verið af ol­íu­sjóðnum að beita afli sínu á markaði með litlu reglu­verki til að græða á því að taka stöðu gegn fjár­mála­kerfi ná­granna­rík­is síns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka