Fjölmennt er í miðborginni enda veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi farið út úr bænum yfir hvítasunnuhelgina nutu margir veðurblíðunnar á suðvesturhorni landsins. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð eftir hádegið var þéttsetinn bekkurinn á kaffihúsum og veitingastöðum í Vallarstræti við Austurvöll .
Áfram er spáð góðu veðri í Reykjavík næstu daga og ljóst að sumarið er komið til að gleðja höfuðborgarbúa.