Gríðarleg umferð en gengið vel

Umferðareftirlit á Vesturlandsvegi á föstudag. Hvítasunnuhelgin er jafnan fyrsta alvöru …
Umferðareftirlit á Vesturlandsvegi á föstudag. Hvítasunnuhelgin er jafnan fyrsta alvöru ferðahelgi sumarsins, og er árið í ár þar engin undantekning. Júlíus Sigurjónsson

Gríðarleg umferð hefur verið um Suðurlandsveg frá því fyrir klukkan tíu í morgun. Segir lögreglumaður á Selfossi sem mbl.is ræddi við að á óvart hafi komið hversu mikil umferðin sé, þrátt fyrir að hvítasunnuhelgin sé alla jafna mikil ferðahelgi. Þá segir hann umferðina hafa verið mikla alla helgina, og að bíll við bíl hafi verið nánast allan Suðurlandsveginn í gær og í fyrrakvöld.

Umferðin hefur gengið vel, segir lögreglan, og ekki vitað um að alverleg slys hafi orðið. Þó stöðvaði lögreglan á Selfossi mótorhjólamanna í morgun, sem ók á 136 km. hraða á klukkustund og var auk þess undir áhrifum áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert