Össur á fundi með Bildt

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar. Myndin er …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar. Myndin er tekin þegar Össur afhenti Bildt umsókn Íslands um að hefja viðræður við Evrópusambandið. Reuters

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, á föstudaginn var. Bildt greinir frá fundinum  á vefsíðu sinni sama dag eins og Evrópuvaktin bendir á.

Bildt segir í bloggi sínu 21. maí að þeir Össur, sem hann segir góðan vin sinn, hittist reglulega til að stilla saman strengi varðandi ýmis mál. Einkum snúist það um hvað Svíar geri og geti gert til að hjálpa norræna bræðralandinu á svo erfiðum tímum sem nú. Nú standi sveitarstjórnarkosningar næst fyrir dyrum á pólitíska verkefnalistanum á Íslandi.

Þá nefnir Bildt að Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, hafi á föstudag tekið þátt í fundi norrænna forsætisráðherra í Kaupmannahöfn og líkast tl hafi staða Íslands borið þar á góma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert