RÚV: Þriggja milljarða leitað

Yfirvöld rannsaka nú hvort þrír milljarðar króna sem virtust hafa gufað upp í Panama, hafi ratað aftur hingað til lands. Grunur leikur á að Pálmi Haraldsson í Fons, hafi lokað flókinni viðskiptafléttu með því að koma fénu í hendur viðskiptafélaga sinna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Þrotabú Fons, sem áður var hryggjarstykkið í viðskiptaveldi Pálma Haraldssonar, hefur enn ekki séð tangur né tetur af þremur milljörðum króna sem síðast fréttist af í skúffufyrirtæki í Panama árið 2007.  Féð fór þangað suður í gegnum Landsbankann í Lúxemborg en var síðan fært niður í bókum Fons fyrir hrun, rétt eins og það væri glatað.

Þrotabú Fons hefur litla hugmynd um hvað varð af milljörðunum þremur. En fleiri vilja kortleggja viðskipti Pálma Haraldssonar.  Yfirvöld hér heima telja sig vera komin á slóð milljarðanna þriggja. Þau telja féð hafa ratað aftur heim, ef svo má segja. Ekki endilega aftur í vasa Pálma, heldur miklu frekar í vasa viðskiptafélaga hans. Líklegast þeirra sömu og slitastjórn Glitnis skilgreindi nýlega sem klíku sem rænt hafi bankann innan frá, samkvæmt frétt RÚV í kvöld.

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert