Þarf kjark til að stoppa í fjárlagagatið

Íslenskir fánar við Alþingishúsið
Íslenskir fánar við Alþingishúsið mbl.is/Ómar

„Verk­efnið er að reyna að stoppa í það gat sem hrunið skildi eft­ir sig og fólk verður bara að hafa kjark til að tak­ast á við það ,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Vinstri grænna, um gagn­rýni sam­flokks­konu sinn­ar, Lilju Móses­dótt­ur.

Eins og fram hef­ur komið sagði Lilja sig úr rík­is­fjár­mála­hópi. Í frétt á vef mbl.is var haft eft­ir Lilju að skort­ur væri á því að leitað væri fleiri leiða en niður­skurðar, því hann muni bara herða krepp­una.

Nauðsyn­legt að taka ákv­arðanir, þótt þær reyn­ist erfiðar

„Okk­ur var falið að hefja und­ir­bún­ing fjár­laga næsta árs, með áherslu á niður­skurð í út­gjöld­um og sam­kvæmt þeirri efna­hags­áætl­un sem rík­is­stjórn­in lagði fram síðasta sum­ar, m.a. í sam­starfi við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn,“ seg­ir Björn Val­ur um rík­is­fjár­mála­hóp­inn. „Verk­efnið er ekki nýtt held­ur hef­ur lengi legið fyr­ir að í þess­ari áætl­un felst ákveðið hlut­fall milli þess að ann­ars veg­ar auka tekj­ur rík­is­ins og hins veg­ar minnka út­gjöld þess.“

Björn Val­ur vís­ar þeim um­mæl­um Lilju á bug að hug­mynd­ir sem Björn Val­ur kynnti hafi ekki verið rædd­ar inn­an stjórn­ar­flokk­anna. „Þetta hef­ur verið margrætt í þing­flokki VG og ef­laust líka í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar, og er í anda þess sem aðrir stjórn­mála­flokk­ar hafa lagt fram á þingi. Einnig þetta hef­ur verið rætt á þing­inu í um það bil ár.

Nú þarf bara að fara að taka ákv­arðanir, þótt það muni reyn­ast ein­hverj­um erfitt.“

Gríðarleg andstaða við skatt­lagn­ingu sér­eigna­sparnaðar

Um þá til­lögu Lilju að flýta eigi skatt­lagn­ingu sér­eigna­sparnaðar, eins og Sjálf­stæðis­menn hafa lagt til, seg­ir Björn Val­ur: „Sjálf­stæðis­menn og Lilja Móses­dótt­ir eru þeir á land­inu sem eru fylgj­andi því að skatt­leggja líf­eyr­is­sparnað með þeim hætti sem kem­ur fram í til­lög­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Gríðarleg andstaða er við þetta hjá öll­um þeim sem að mál­inu koma, svo sem hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, stétt­ar­fé­lög­un­um og sveit­ar­fé­lög­un­um.“

Aðspurður hvort ágrein­ing­ur þeirra Lilju end­ur­spegli klofn­ing inn­an Vinstri grænna, seg­ir Björn Val­ur: „Það er lang­ur veg­ur frá því. Ég veit ekki bet­ur en að þing­flokk­ur vinstri grænna sé ein­huga um að af­greiða þetta verk­efni eins og fyr­ir hef­ur verið lagt.“

Björn Valur Gíslason
Björn Val­ur Gísla­son
Lilja Mósesdóttir
Lilja Móses­dótt­ir mbl.is/Á​sdís
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert