Fyrirtæki sem gera út á makríl og norsk-íslenska síld hafa fjárfest verulega í tækjum búnaði og skipum til að hámarka verðmæti.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, áætlar að hægt verði að auka útflutningsverðmæti makrílafurða úr 11 milljörðum í fyrra í yfir 16 milljarða í ár. Sömuleiðis megi áætla að verðmæti afurða úr norsk-íslensku síldinni geti aukist úr 11 milljörðum í um 15 milljarða króna á þessu ári.
Gunnþór áætlar að um 60% makrílaflans fari í frystingu en í fyrra var þetta hlutfall um 20%. Þá var sóknarmark á veiðunum og magn skipti oft meira máli en verðmæti. Í ár verður aflamark á veiðunum. Hann telur að um 40% af norsk íslensku síldinni fari í frystingu.