Heimavarnarliðið boðar til þögullar mótmælastöðu fyrir utan Stjórnarráðshúsið við
Lækjargötu klukkan 11:30 í dag. Fólk er hvatt til að klæðast svörtu, s.s. svörtum plastpokum, og skorað er á fyrirtæki að gefa fólki frí frá vinnu til að mæta.
Í tilkynningu frá talsmanni Heimavarnarliðsins kemur fram að ekki sé um að ræða samtök eða flokk. „Heimavarnaliðið er fólk sem er með mikla réttlætiskennd, ríka samúð sem gefur af sér og stendur saman sem þjóð,“ eins og þar segir.
Einnig segir, að eitthvað verði að gera, strax, áður en þingmenn fari í sumarfrí. „Við getum haft áhrif og hjálpað okkur sjálf með að verjast máttlitlum aðgerðum ríkisstjórnar Íslands. Boðað er til þögullar mótmælastöðu [...] þar sem við mótmælum ráni á eigum landsmanna.“