Búist við miklu álagi

Starfsmenn Vodafone eru komnir í Evróvisjónstuð og styðja dyggilega við …
Starfsmenn Vodafone eru komnir í Evróvisjónstuð og styðja dyggilega við bakið á Heru Björk.

Fyrri undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Telenor höllinni í Ósló í kvöld, en þar mun fulltrúi Íslands, Hera Björk Þórhallsdóttir, stíga á svið. Að sögn Vodafone er búist við miklu álagi á íslenska símkerfið á meðan símakosningin fer fram.

„Vodafone hefur mikla reynslu af símakosningum og hefur á undanförnum árum annast flestar símakosningar hérlendis. Að vanda verða tæknimenn á vakt í kvöld þegar opnað verður fyrir atkvæðagreiðsluna til að sjá til þess að allt fari eftir afar ströngum reglum um kosninguna. Búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í gegnum síma í Evrópu í kvöld. Sem fyrr segir eru fáar þjóðir jafn duglegar að skila atkvæði sínu og Íslendingar enda eru óvíða jafn margir farsímar á hvern íbúa. Áhuginn á söngvakeppninni hefur líka alltaf verið mjög mikill hér á landi,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert