Búist við miklu álagi

Starfsmenn Vodafone eru komnir í Evróvisjónstuð og styðja dyggilega við …
Starfsmenn Vodafone eru komnir í Evróvisjónstuð og styðja dyggilega við bakið á Heru Björk.

Fyrri undan­keppni Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva fer fram í Telen­or höll­inni í Ósló í kvöld, en þar mun full­trúi Íslands, Hera Björk Þór­halls­dótt­ir, stíga á svið. Að sögn Voda­fo­ne er bú­ist við miklu álagi á ís­lenska sím­kerfið á meðan síma­kosn­ing­in fer fram.

„Voda­fo­ne hef­ur mikla reynslu af síma­kosn­ing­um og hef­ur á und­an­förn­um árum ann­ast flest­ar síma­kosn­ing­ar hér­lend­is. Að vanda verða tækni­menn á vakt í kvöld þegar opnað verður fyr­ir at­kvæðagreiðsluna til að sjá til þess að allt fari eft­ir afar ströng­um regl­um um kosn­ing­una. Bú­ist er við að millj­ón­ir muni greiða at­kvæði í gegn­um síma í Evr­ópu í kvöld. Sem fyrr seg­ir eru fáar þjóðir jafn dug­leg­ar að skila at­kvæði sínu og Íslend­ing­ar enda eru óvíða jafn marg­ir farsím­ar á hvern íbúa. Áhug­inn á söngv­akeppn­inni hef­ur líka alltaf verið mjög mik­ill hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Voda­fo­ne.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert