Hugsa þarf vandlega út í það hvort bygging nýs Landspítala við Hringbraut er of stór og dýr til að það borgi sig yfirleitt að fara út í hana, að sögn fulltrúa stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd Alþingis.
„Það er sagt að kostnaðinum við fjármögnun sjúkrahússins eigi að ná fram með hagræðingu innan stofnunarinnar. Það kann vel að vera að það sé gerlegt og ég ætla í sjálfu sér ekki að draga það í efa. En engu að síður liggja málin þannig fyrir að endanlegur kostnaður mun ekki liggja fyrir fyrr en á árinu 2012, en þá verður þegar búið að eyða í undirbúning og í verkefnið sjálft einum og hálfum til þremur milljörðum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki.
„Reynslan sýnir að svona framkvæmdir hafa farið allverulega fram úr sér og nærtækasta dæmið er Harpa,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson.