Eldsneytisverð lækkar

Eldsneytis­verð hef­ur lækkað í dag. Hef­ur lítr­inn af bens­íni al­mennt lækkað um 2 krón­ur og lítr­inn af dísi­lol­íu um 3 krón­ur. Ódýr­asta bens­ínið er nú að finna í Hafnar­f­irði en þar er verðið tæp­ar 199 krón­ur hjá ýms­um stöðvum.

Al­gengt verð á bens­íni er nú 203,20 lítr­inn og á dísi­lol­íu 200,20 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert