Flogið yfir gosið fyrir hádegi

Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem …
Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem mælist gæti stafað frá gufu sem kemur frá gígnum. http://eldgos.mila.is

Litl­ar sem eng­ar breyt­ing­ar eru við eld­stöðvarn­ar í Eyja­fjalla­jökli frá því í gær. Gufustrókur­inn er lít­ill og nokkr­ir smá­skjálft­ar hafa mælst und­ir jökl­in­um. Jarðfræðing­ar og veðufræðing­ur frá Veður­stofu Íslands fljúga yfir jök­ul­inn fyr­ir há­degið til að safna upp­lýs­ing­um.

Að því sögðu virðist sem gosið liggi al­gjör­lega niðri. Þó svo gufu leggi enn frá gosstöðvun­um, er ekki að sjá ösku í henni. Óró­inn er aðeins meiri en fyr­ir gos. Og þó svo virðist sem jarðskjálft­um hafi fjölgað frá því sem var, get­ur verið að þeir mæl­ist vegna þess að virkn­in hef­ur minnkað. Þeir hafi raun­ar alltaf verið á meðan gosi stóð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert