Maðurinn sem drukknaði í sjónum við Stykkishólm seint á laugardagskvöld hét Marís Þór Jochumsson. Hann var 39 ára að aldri, fæddur 28. október 1970, til heimilis að Vindási 4 i Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi, sem fer með rannsókn málsins, lætur Marís Þór eftir sig unnustu og börn úr fyrra sambandi.
Marís sem var vanur sjósundi, lagðist til sunds um klukkan ellefu á laugardagskvöldið, rétt hjá sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, við tanga einn. Þar eru nokkuð sterkir straumar. Þegar hann skilaði sér ekki eftir sundið var leit hafin og fannst hann látinn um einn kílómetra frá tanganum, um klukkustund síðar.