Lækka bílalán um 20-40%

Ótollaðir bílar í geymslu.
Ótollaðir bílar í geymslu. Ómar Óskarsson

Fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið SP-fjár­mögn­un býðst til að lækka höfuðstól er­lendra bíla­lána og breyta þeim í verðtryggð eða óverðtryggð ís­lensk lán. Höfuðstóls­lækk­un­in fer eft­ir myntsam­setn­ingu láns­ins og hvenær það var tekið. Reikn­ast full­trú­um fyr­ir­tæk­is­ins til að þetta lækki um 80% lána um 20-40%.

Meðaltals­lækk­un­in er sögð 28% en eft­ir­far­andi grein er gerð fyr­ir ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins í meðfylgj­andi til­kynn­ingu:

„Með þess­ari lækk­un tek­ur SP-Fjár­mögn­un ein­hliða upp það ákvæði í frum­varpi fé­lags­málaráðherra, sem ligg­ur fyr­ir á alþingi og lít­ur að höfuðstóls­lækk­un er­lendra lána. Þess­um aðgerðum er einnig ætlað að stuðla að auk­inni hreyf­ingu á bíla­markaðnum sem ein­kennst hef­ur af kyrr­stöðu und­an­farna mánuði.

Fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um í rekstri býðst að meðaltali 25% lækk­un á höfuðstól lána og samn­inga í er­lendri mynt sam­fara því að breyta þeim í verðtryggð eða óverðtryggð lán eða samn­inga í ís­lensk­um krón­um. SP-Fjár­mögn­un býður viðskipta­vin­um sín­um enn­frem­ur að lengja láns­tím­ann um 12 eða 24 mánuði, en þá gefst enn betra tæki­færi til að stýra greiðslu­byrði lán­anna.“

Seg­ir þar jafn­framt að fyr­ir­tækið muni ekki setja þak á há­marks­lækk­un höfuðstóls­ins. „Höfuðstóls­lækk­un­in gild­ir fyr­ir þá lán­tak­end­ur sem tóku lán eða samn­inga fyr­ir 8. októ­ber 2008 og er þeim að kostnaðarlausu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert