Skattar munu hækka eitthvað

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ríkisstjórnin reiknar ekki með því að farið verði í jafn víðtækar skattahækkanir nú og gert var í fyrra. Þær hækkanir  sem farið verður í eru sértækar aðgerðir sem nái til einstaka hópa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

„Þungi aðgerðanna í þessari umferð mun leggja á útgjaldahliðinni og margar og mjög sársaukafullar aðgerðir sem þarf að grípa til. Ríkisstjórnin reiknar ekki með því að farið verði í jafn víðtækar skattahækkanir nú og gert var í fyrra. Þær hækkanir  sem farið verður í eru sértækar aðgerðir sem nái til einstaka hópa“ sagði Steingrímur.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði, að hátekjuskattur myndi ekki hækka en vildi ekki tjá sig um hvaða skattstofnar væru til skoðunar. Hún sagðist hafa mun meiri áhyggur af niðurskurðinum í ríkisútgjöldum heldur en þeim skattahækkunum sem fyrirhugaðar væru enda væru þær ekki almennar. Hún segir verkefnið ærið og að verkefnið sé að verja velferðarkerfið fyrir þessum niðurskurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka