Skilanefndir ekki í skattrannsóknum

mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Við höfum boðið skattrannsóknarstjóra alla okkar aðstoð en það er ekki okkar hlutverk að vera í skattrannsóknum,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóri sagði í viðtali í maítölublaði Tíundar, fréttablaði ríkisskattstjóra, að ekki ein einasta ábending hefði borist embættinu frá skilanefndum að frumkvæði þeirra. Þá hefði gengið erfiðlega að fá gögn, þau hefðu borist seint og gjarnan verið svo óaðgengileg að þau hefðu ekki komið að gagni.

„Við erum fyrst og fremst að innheimta kröfur,“ segir Árni en kveður nefndirnar að lögum skyldugar til að láta rétt yfirvöld vita vakni grunur um refsiverða háttsemi. Þar sem skilanefndirnar hafi ekki aðgang að upplýsingum um skattgreiðslur og fleira sé því sem næst ómögulegt fyrir þær að leiða skattabrot í ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka