Stóru verkefnin skortir

Framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík.
Framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

„Rík­is­stjórn­in hef­ur vissu­lega verið að gera eitt og annað en það eru stóru verk­efn­in sem skipta höfuðmáli sem hafa ekki kom­ist í fram­kvæmd,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, aðspurður um viðbrögð fjár­málaráðherra við gagn­rýni ASÍ á aðgerðal­eysi stjórn­valda.

„Þá er ég fyrst og fremst að tala um þess­ar stóru fjár­fest­ing­ar í at­vinnu­líf­inu þar sem öll­um hindr­un­um átti að vera búið að ryðja úr vegi fyr­ir 1. nóv­em­ber á síðasta ári. Og sömu­leiðis átti að vera búið að taka ákvörðun fyr­ir 1. sept­em­ber á síðasta ári um stór­ar sam­göngu­fram­kvæmd­ir þar sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir áttu að koma að fjár­mögn­un. Við erum enn þá með óþarf­lega at­vinnu­leysi.

Málið er að það er margt að ganga bet­ur en við höfðum reiknað með. Það eru fleiri störf í hag­kerf­inu og minna at­vinnu­leysi en við gæt­um verið að horfa á ár þar sem við vær­um að fá hag­vöxt og kom­ast út úr krepp­unni.“

Al­ger hæga­gang­ur í Helgu­vík

- Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hef­ur svarað gagn­rýni ASÍ og vísað til þess að stjórn­völd fundi reglu­lega með full­trú­um launþega þar sem farið sé yfir aðgerðir í at­vinnu­mál­um. Hann undr­ast að ASÍ skuli ganga fram með svona mál­flutn­ing. Hvað viltu segja um þessi viðbrögð? Hvað finnst þér þau segja um af­stöðu stjórn­valda til þeirr­ar sam­vinnu sem hún hef­ur átt í með full­trú­um launþega.

„Ég bendi á þá staðreynd að það er al­ger hæga­gang­ur í Helgu­vík þegar sú fram­kvæmd hefði átt að vera kom­in á fullt. Það er ekk­ert byrjað í Suðvest­ur­línu en sú fram­kvæmd hefði þurft að vera kom­in á fullt. Það er ekki enn þá útséð með hvort Búðar­háls­virkj­un fer í gang. Sú fram­kvæmd hefði þurft að vera kom­in á fullt.

Það er ekki farið að hreyfa neitt við Reykja­nes­virkj­un en sú fram­kvæmd hefði þurft að vera kom­in á fullt. Það er eitt­hvað farið að huga að Suður­lands- og Vest­ur­lands­vegi en þær fram­kvæmd­ir eru ekki komn­ar á fullt eins og þyrfti að vera.

Þetta eru staðreynd­ir sem tala sínu máli og svo geta menn kallað þetta hvað sem er. Þarna eru staðreynd­irn­ar sem tala og það er fullt af störf­um sem hefði verið hægt að skapa með því að koma þess­um fram­kvæmd­um af stað þar sem verið væri að byggja upp til framtíðar­inn­ar og treysta grund­völl at­vinnu­lífs­ins til miklu lengri tíma.

Ég tel að þetta snú­ist ekki um lýs­ing­ar­orð. Þetta snýst um fram­kvæmd­ir.“

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert