Búið að slökkva sinueldana

Sinueldurinn kviknaði í landi Jarðlangsstaða.
Sinueldurinn kviknaði í landi Jarðlangsstaða. mbl.is

Slökkviliðið í Borgarbyggð réði fyrir stundu niðurlögum af sinueld sem kviknaði við Jarðlangsstaði við Langá á Mýrum. Fjöldi manna tók þátt í slökkvistarfinu. Ekki er vitað um eignatjón fyrir utan nokkrar braunaslöngur sem brunnu. Þá urðu verulegar gróðurskemmdir.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá fjórhjóli.

Á einum stað var brugðið á þá ráð að brenna sinu á móti brunablettinum en á öðrum stað stað var notast við haugsugu til að dreifa vatni, að sögn lögreglu.

Haugsugurnar komu að góðu gagni þegar sinueldar kviknuðu við Mýrar 2006. Þá var vatni sprautað úr brunaslöngum auk þess sem notast var við svonefndar klöppur til að kæfa eldinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert