Eftirlitsmyndavélar settar upp á Seltjarnarnesi

Öryggismyndavélar eru víða.
Öryggismyndavélar eru víða. mbl.is/Ásdís

Fram­kvæmd­ir við upp­setn­ingu ör­ygg­is­mynda­véla við bæj­ar­mörk Seltjarn­ar­ness eru hafn­ar en bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness, Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, kynnti verk­efnið í bæj­ar­stjórn í vet­ur. Þetta kem­ur fram í Nes­frétt­um, frétta­blaði Seltirn­inga.

Þar seg­ir að vél­un­um sé ætlað að fylgj­ast með um­ferð inn og út úr bæn­um
en með því verði unnt að leita í upp­tök­ur þegar af­brot eigi sér stað í bæj­ar­fé­lag­inu.

Fram kem­ur að vinna við upp­setn­ing­una sé nokkuð um­fangs­mik­il því bær­inn leggi mikla áherslu á að vel sé að verki staðið hvað varði áreiðan­leika gagna úr vél­un­um og vernd­un per­sónu­upp­lýs­inga.

Þá seg­ir að við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins hafi verið haft sam­ráð við Per­sónu­vernd og fleiri aðila. Fyr­ir­komu­lag við vist­un og aðgengi gagna verði fram­kvæmt eft­ir regl­um og leiðbein­ing­um þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert