Eykur líkur á dómstólaleiðinni

Stefán Már Stefánsson prófessor.
Stefán Már Stefánsson prófessor. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það held ég að sé al­veg rétt mat. Ef þetta end­ar með samn­ings­brota­máli er al­veg hægt að koma því fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn. Það opn­ar þann mögu­leika,“ seg­ir Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fess­or um það mat for­manns fram­sókn­ar að niðurstaða ESA í Ices­a­ve-mál­inu auki lík­ur á að málið fari fyr­ir dóm­stóla.

Stefán Már seg­ir niður­stöðuna engu breyta um eig­in af­stöðu í mál­inu.

„Þessi niðurstaða breyt­ir engu um mína niður­stöðu. Ég er bú­inn að skrifa um málið og kom­ast að ákveðinni niður­stöðu. Þetta er í ósam­ræmi við hana. Þannig að ég þarf varla að rök­styðja mitt sjón­ar­horn frek­ar. Það eru marg­ar ástæður sem við færðum fyr­ir því að ríkið bæri enga ábyrgð á þessu. Þær eru marg­ar, ekki aðeins ein,“ seg­ir Stefán og vís­ar til grein­ar­flokks þeirra Lárus­ar Blön­dals hæsta­rétt­ar­lög­manns í Morg­un­blaðinu.

„Þessi niðurstaða okk­ar hef­ur auk þess verið staðfest í ít­ar­legu máli í rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Ég tel þetta alls ekki veikja samn­ings­stöðu Íslands.“

- Sig­mund­ur Davíð tel­ur þetta gleðitíðindi þar sem þetta auki lík­urn­ar á því að málið fari fyr­ir dóm­stóla. Tel­urðu að þetta sé rétt mat á stöðunni?

„Það held ég að sé al­veg rétt mat. Ef þetta end­ar með samn­ings­brota­máli er al­veg hægt að koma því fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn. Það opn­ar þann mögu­leika.“

- Hvers vegna?

„Það er vegna þess að ESA hef­ur eft­ir­lits­hlut­verk. Stofn­un­in á að sjá um að EES-samn­ing­ur­inn sé ekki brot­inn og all­ar gerðir sem hon­um til­heyra. Ef hún tel­ur að við höf­um brotið þenn­an samn­ing þá kemst hún að því með ákvörðun en það er ekki komið að henni ennþá. Þetta eru bráðabirgðaráðstaf­an­ir núna. Þegar ákvörðunin ligg­ur fyr­ir er hægt að bera hana und­ir EFTA-dóm­stól­inn. Svo­leiðis kemst málið fyr­ir dóm­stól­inn.“

- Hvað þýðir hug­takið samn­ings­brota­mál í þessu sam­hengi?

„Það þýðir að aðild­ar­ríki er talið hafa brotið EES-samn­ing­inn með ein­hverj­um hætti. Samn­ings­brota­mál get­ur fjallað um allt mögu­legt en þetta fjall­ar um þessa til­skip­un. Dóm­stóll EFTA á end­an­legt úr­sk­urðar­vald um hvort svo hafi verið.“

- Hvenær gæti málið farið fyr­ir dóm­stól?

„Ég hef nú svo sem enga trú á því að þetta fari fyr­ir dóm­stól á næst­unni. Það þarf að svara niður­stöðunni og svo koma ein­hver önn­ur svör og svo þarf að höfða mál. Það tek­ur allt sinn tíma. Svo tek­ur dóm­stólsmeðferðin sjálf tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert