Sérútbúið flugvélabensín hækkaði um 48,35% fyrir skömmu, fór úr 182 krónum í 270 kr. lítrinn, og er þar með komið hátt upp fyrir verð á bifreiðaeldsneyti, þó að engir vegaskattar séu lagðir á flugvélabensínið.
Innflytjandi segir að heimsmarkaðsverð og lítil sala skýri hækkunina. Kári Kárason, skólastjóri flugakademíu Keilis, segir að því sé borið við að hækkunin sé vegna verðhækkunar í Evrópu en að sínu mati sé búið að skattleggja bensínið í Evrópu vegna þess að þar sé verið að beina farþegum í vistvænni samgöngur, frá flugvélunum í lestarnar, og það sé út í hött að íslenskir kaupendur bensínsins beri kostnað af því.
Umrætt flugvélabensín hefur verið flutt inn í skömmtum og hafa birgðirnar enst í eitt til þrjú ár. Verðið hefur haldist óbreytt á sama tíma. Karl segir að skammturinn sem hafi komið til landsins fyrir um ári hafi samt hækkað á tímabilinu og þegar hann hafi kvartað yfir því hafi verið bent á að kostnaður hafi aukist.