Hugmynd Lilju gæti orðið ofan á innan VG

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lilja Mósesdóttir er ekki ein í þingflokki vinstri grænna, um að vilja skoða hugmyndir sjálfstæðismanna um skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði, til að lina þjáningar ríkissjóðs í kreppunni.

Ögmundur Jónasson, flokksbróðir hennar, tók undir þá skoðun í gær og annar þingmaður sem Morgunblaðið ræddi við sagði Lilju alls ekki eina um þessa skoðun. Björn Valur Gíslason, sem situr í ríkisfjármálahópi stjórnarflokkanna, sem Lilja sagði sig úr nýverið, sagði í gær að Lilja væri ein um þessa skoðun í flokknum.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, útilokar ekki heldur að sú leið sem Lilja og Ögmundur vilja fara sé sú rétta. Hann vill alls ekki meina að það mál valdi mikilli ólgu eða klofningi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka