Ísland braut gegn tilskipun

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, (ESA) seg­ir að Ísland hafi brotið gegn Evr­ópu­til­skip­un um inn­stæðutrygg­ing­ar  með því að gera grein­ar­mun á inni­stæðueig­end­um í ís­lensk­um úti­bú­um bank­anna og úti­bú­um þeirra er­lend­is þegar gripið var til neyðarráðstaf­ana í kjöl­far banka­hruns­ins í októ­ber 2008. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA en stofn­un­in hef­ur sent áminn­ing­ar­bréf til Íslands um að Ísland sé skuld­bundið til að tryggja greiðslu á lág­marks­trygg­ingu  til breskra og hol­lenskra spari­fjár­eig­enda, 20.000 evr­ur hverj­um, í kjöl­far falls Lands­bank­ans.

Fram kem­ur á vef ESA, að stuttu eft­ir fall Lands­bank­ans hafi bresk og hol­lensk yf­ir­völd brugðist við og greitt trygg­ing­ar­kerfi þeirra spari­fjár­eig­end­um. Í Bretlandi fengu um 300.000 spari­fjár­eig­end­ur greidd­ar 4,5 millj­arða punda. Sam­kvæmt til­skip­un­inni hafi Ísland verið skuld­bundið til að greiða um 2,1 millj­arð punda af þeirri upp­hæð.

Hol­lenski seðlabank­inn greiddi 1,53 millj­arð evra til 118.000 reikn­ingseig­enda og í sam­ræmi við til­skip­un­ina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1,34 millj­arðs evra, að mati ESA.

„Íslensk yf­ir­völd gerðu grein­ar­mun á inn­stæðueig­end­um í ís­lensk­um úti­bú­um og úti­bú­um er­lend­is þegar gripið var til neyðarráðstaf­ana í kjöl­far banka­hruns­ins í októ­ber 2008. Inn­stæður í inn­lend­um úti­bú­um voru aðgengi­leg­ar þar sem þær voru færðar í nýju bank­ana, þ. á m. Nýja Lands­bank­ann. Inn­stæðeig­end­ur í er­lend­um úti­bú­um höfðu ekki aðgang að reikn­ingn­um sín­um og nutu ekki þeirr­ar lág­marks­vernd­ar sem til­skip­un­in mæl­ir fyr­ir um. Til­skip­un­in mæl­ir fyr­ir um að inn­stæðutrygg­inga­kerfi skuli taka til allra inn­stæðueig­enda og heim­il­ar þ.a.l. ekki slíka mis­mun­um á spari­fjár­eig­end­um. Ísland braut því gegn til­skip­un­inni með því að tryggja ekki greiðslu lág­marks­trygg­ing­ar til inn­stæðueig­enda í Ices­a­ve," seg­ir m.a. í til­kynn­ingu ESA.

Íslensk stjórn­völd hafa tvo mánuði til að bregðast við at­huga­semd­um ESA. Fall­ist ESA ekki á sjón­ar­mið ís­lenskra stjórn­valda má gera ráð fyr­ir að stofn­un­in sendi frá sér rök­stutt álit, en það get­ur verið und­an­fari málsmeðferðar fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um.

Vef­ur ESA

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert