Marktækur munur er á kosningahegðun Reykvíkinga eftir kyni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið.
Mun fleiri karlar en konur sögðust mundu kjósa Besta flokkinn ef kosið yrði þann dag sem spurt var, eða 49,2% karlmanna en 35% kvenna. Langmest er fylgi flokksins meðal yngsta aldurhópsins.
Allir aðrir flokkar sem ná inn manni í borgarstjórn samkvæmt könnuninni njóta meiri stuðnings meðal kvenna en karla. Þannig sagðist 32,1% kvenna mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga þann dag sem spurt var, en 26,2% karla.