Mál ákæruvaldsins á hendur ellefu karlmönnum sem grunaðir eru um kaup á vændi verða þingfest 2. júní nk. Þinghöld verða lokuð og fást nöfn mannanna því ekki uppgefin. Mennirnir eru flestir á fertugs- og fimmtugsaldri.
Um er að ræða viðskipti mannanna við Catalinu Mikue Ncogo og vændiskonur á vegum hennar. Málin eru án fordæma hér á landi og af þeirri ástæðu var mönnunum ekki gert kleift að ljúka þeim með sektargreiðslu, þrátt fyrir heimild í lögum.
Sautján kynlífskaupamál voru til rannsóknar en að lokum var ákveðið að ákæra í ellefu þeirra.