Samfylking þvælst fyrir álveri

Húsavíkurkirkja og Bjarnahús.
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús. mynd/Sighvatur Karlsson

„Það er dapurt að iðnaðarráðherra hafi komið til Húsavíkur án þess að færa heimamönnum nein önnur tíðindi en þau að það eigi enn á ný að finna eitthvað annað en álver,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður framsóknar, um fund ráðherra með Húsvíkingum um álver á Bakka. Töfin kosti milljarðatugi.

„Þetta gerði ráðherra jafnvel þó hagkvæmnirannsóknir sýni að álver sé langhagkvæmasti kosturinn í stöðunni. Sú niðurstaða lá reyndar fyrir fyrir nokkrum árum þegar sveitarstjórnir á svæðinu ákváðu að leggja út í þetta verkefni. Það eina sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar hefur gert í málinu er einfaldlega að þvælast fyrir með tali um óraunhæfa og langsótta kosti sem hafa margoft verið felldir í samanburði við álver.

Niðurstaða samráðshóps sem fór og kannaði hver væri hagkvæmasta atvinnuuppbyggingin á svæðinu var sú að álver kæmi best út.

Ég velti líka fyrir mér hvað þessi töf hefur kostað fyrir samfélagið vegna þess að ASÍ gaf út að tafir við álverið í Helguvík hafi kostað þjóðina eitthvað um 35 milljarða króna. Þannig að það má ætla að þessi töf hafi kostað annað eins.“

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert