SP ríður á vaðið með lækkun lána

SP-Fjármögnun hyggst frá og með deginum í dag bjóða upp á lækkun höfuðstóls erlendra lána, bæði til einstaklinga og fyrirtækja, og breyta þeim í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum.

Munu nærri 80% af um 14 þúsund lánum hjá fyrirtækinu lækka um 20-40%. Er meðaltalslækkunin um 28% en hún fer eftir myntsamsetningu lánanna og hvenær þau voru tekin.

Með þessu hefur SP ákveðið að stíga skrefið á undan félagsmálaráðherra, sem boðað hefur frumvarp um lækkun bílalána.

Hefur SP ákveðið að ganga lengra en í boðuðu frumvarpi. Fyrirtækið setur ekkert hámark á lækkun höfuðstólsins en í frumvarpinu er gert ráð fyrir þriggja milljóna kr. hámarki á lækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka