Verktakar skila Hörpu innan árs

Iðnaðarmenn að störfum í Hörpu.
Iðnaðarmenn að störfum í Hörpu.

Stefnt er að því að aðalverktaki tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu,  Íslenskir aðalverktakar, skili verkinu innan árs, eða í byrjun apríl 2011. Þá verður mögulegt að byrja að flytja inn í húsið og undirbúa opnun en tilkynnt verður um formlegan opnunardag Hörpunnar í lok júní á þessu ári.

Fram kemur á heimasíðu Austurhafnar, að nokkur seinkun hafi orðið á framleiðslu og uppsetningu á glerhjúpi byggingarinnar sökum stöðvunar verksins frá október 2008 til mars 2009 en nú hafi Austurhöfn og Portus náð samkomulagi við aðalverktaka Hörpu, Íslenska aðalverktaka, um að vinna upp þá seinkun.

Felur samkomulagið í sér að Íslenskir aðalverktakar skili verkinu þann 7. apríl 2011 en á síðustu vikum hafi framkvæmdum miðað vel.

Uppsetning á einingum í glerhjúp gengur vel og glerjun er hafin á norðurhlið hússins. Innanhúss er unnið víða, m.a. er hafinn frágangur í tónleikasal. Um 400 starfsmenn eru nú á verkstað en flýtiaðgerðir munu fyrst og fremst leiða til fjölgunar starfsmanna en ekki aukningar á yfirvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert