Bátur fékk á sig brotsjó

Garðskagaviti.
Garðskagaviti.

Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði og Suðurnes í Reykjanesbæ voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag þegar tilkynning barst um að bátur hefði fengið á sig brotsjó og væri að sökkva. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar.

Báturinn var þá staddur um þremur sjómílum suðvestur af Garðskaga. Einn maður var um borð.

Björgunarskipið Jón Oddgeirsson og Þorsteinn frá Sandgerði fóru þegar af stað til aðstoðar bátsverjanum. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.

Skömmu síðar bárust þær fregnir að báturinn væri að sigla inn í Sandgerðishöfn og var bátsverjinn heill á húfi en blautur og kaldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert