Fékk 12,7 milljónir í styrki

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem nú hefur sagt af sér þingmennsku vegna umræðu um fjármögnun prófkjöra á árinu 2006, fékk alls 8,1 milljón frá lögaðilum vegna prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar það ár og 4,65 milljónir að auki vegna prófkjörs til alþingiskosninga.

Steinunn Valdís tók fyrst þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Þá fékk hún m.a. 1,5 milljónir króna frá Landsbankanum, 1 milljón frá FL Group, 1 milljón frá Baugi Group og 1 milljón frá Nýsi, 650 þúsund frá Eykt og hálfa milljón frá Hönnun og Atlantsolíu.

Hún tók síðan aftur undir lok ársins þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, nú vegna alþingiskosninganna árið eftir. Þá fékk hún 2 milljónir króna frá Landsbankanum, 1 milljón króna frá Baugi Group og 1 milljón króna frá FL Group.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka