Frídreifingu Fréttablaðsins hætt í verslanir

Fréttablaðið
Fréttablaðið mbl.is/Arnaldur

Um næstu mánaðamót verður hætt  að dreifa Fréttablaðinu frítt á bensínstöðvar og verslanir á svokölluðu kjarnasvæði blaðsins. Þess í stað verður hægt að kaupa blaðið á 150 krónur eintakið. Kjarnasvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar.

Á þessu svæði verður blaðinu áfram ýmist dreift frítt í lúgur eða í Fréttablaðskassa sem eru á völdum stöðum inni í íbúðahverfum. Fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður rúmlega þrefaldaður og fer úr u.þ.b. 60 í um 170 talsins, samkvæmt fréttatilkynningu.

Fréttablaðinu er ekki dreift ókeypis til fyrirtækja. Þeim stendur til boða, rétt eins og heimilum sem ekki fá blaðið frítt inn um lúguna, að kaupa blaðið í áskrift, fyrir 2890 krónur á mánuði, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert