Frumvarp um að takmarka eignarhald í orkufyrirtækjum

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Umhverfisráðherra er með í smíðum frumvarp um takmörkun eignarhalds einkaaðila í orkufyrirtækjum hér á landi. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að verði frumvarpið að lögum muni kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy þurfa að láta af hendi 2/3 hluta af eign sinni í HS Orku.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði við Ríkisútvarpið að þetta væri að norskri fyrirmynd og reglur þar í landi hefðu staðist Evrópureglur. 

Fram kom að Svandís hefur ekki rætt málið við Samfylkinguna en hún sagði að stuðningur væri við þessar aðgerðir innan VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert