Umhverfisráðherra er með í smíðum frumvarp um takmörkun eignarhalds einkaaðila í orkufyrirtækjum hér á landi. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að verði frumvarpið að lögum muni kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy þurfa að láta af hendi 2/3 hluta af eign sinni í HS Orku.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði við Ríkisútvarpið að þetta væri að norskri fyrirmynd og reglur þar í landi hefðu staðist Evrópureglur.
Fram kom að Svandís hefur ekki rætt málið við Samfylkinguna en hún sagði að stuðningur væri við þessar aðgerðir innan VG.