Frumvarp um að takmarka eignarhald í orkufyrirtækjum

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Um­hverf­is­ráðherra er með í smíðum frum­varp um tak­mörk­un eign­ar­halds einkaaðila í orku­fyr­ir­tækj­um hér á landi. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að verði frum­varpið að lög­um muni kanadíska orku­fyr­ir­tækið Magma Energy þurfa að láta af hendi 2/​3 hluta af eign sinni í HS Orku.

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, sagði við Rík­is­út­varpið að þetta væri að norskri fyr­ir­mynd og regl­ur þar í landi hefðu staðist Evr­ópu­regl­ur. 

Fram kom að Svandís hef­ur ekki rætt málið við Sam­fylk­ing­una en hún sagði að stuðning­ur væri við þess­ar aðgerðir inn­an VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert