Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann tekur væntanlega sæti á Alþingi þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir af sér þingmennsku.
Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu undir kvöld þar sem hún segist munu afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman á mánudag.
Mörður sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2007.