Steinunn Valdís segir af sér

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir. mbl.is/G. Rúnar

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir hef­ur ákveðið að segja af sér þing­mennsku en hún hef­ur verið þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður frá ár­inu 2007. Seg­ist hún í yf­ir­lýs­ingu munu af­henda for­seta Alþing­is af­sagn­ar­bréf sitt þegar þing kem­ur sam­an á mánu­dag.

Áður en Stein­unn Val­dís sett­ist á Alþingi var hún borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, á ár­un­um 1994-2007. Hún var borg­ar­stjóri 2004 til 2006.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir Stein­unn Val­dís, að hún telji að umræða um fjár­mögn­un kosn­inga­bar­áttu henn­ar í tveim­ur próf­kjör­um til borg­ar og þings árið 2006 og vanga­velt­ur um eðli henn­ar yf­ir­gnæfi öll henn­ar störf á þingi og geri henni því ókleift að rækja skyld­ur sín­ar sem bæri.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

Kæru um­bjóðend­ur, nú er komið að leiðarlok­um. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reyk­vík­inga og þegar þing kem­ur sam­an á ný á mánu­dag mun ég af­henda for­seta Alþing­is af­sagn­ar­bréf mitt.

Ástæður þess mega öll­um vera ljós­ar. Ég tel ein­fald­lega að umræða um fjár­mögn­un kosn­inga­bar­áttu minn­ar í tveim­ur próf­kjör­um til borg­ar og þings árið 2006 og vanga­velt­ur um eðli henn­ar yf­ir­gnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyld­ur mín­ar sem bæri.

Litlu breyt­ir hvort ásak­an­ir um mút­ur eða spill­ingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efn­um og áhuga­söm­um er í lófa lagið að fletta upp í fund­ar­gerðum af­stöðu minni til er­ind­is­rekstr­ar meintra fjár­magnseig­enda á þess­um tíma, þar sem ég á annað borð hafði ein­hverja aðkomu sem full­trúi al­menn­ings. Það er skýr­ast­ur vitn­is­b­urður um hverra hags­muna ég hef gætt.

Í hjarta mínu get ég því ekki beðist af­sök­un­ar á að hafa gerst sek um siðspill­ingu með því að sækj­ast eft­ir og fá fjár­styrk frá þess­um aðilum á þess­um tíma.

Hversu mjög sem tíðarand­inn mót­ar ákv­arðanir hvert sinn hefði ég hins veg­ar mátt vita á sín­um tíma að trausti um­bjóðenda minna á mín­um störf­um væri mögu­lega teflt í tví­sýnu með því að sækja fjár­magn til fyr­ir­tækja. Gild­ir þá einu hversu góður hug­ur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í fram­hald­inu eða hverslags ljósi er brugðið á veru­leik­ann sem var. Und­an því kemst ég ekki og und­an því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjós­end­ur af­sök­un­ar á að hafa hagað kosn­inga­bar­áttu minni með þess­um hætti og sé eft­ir að hafa gert það. Málstaður okk­ar og bar­áttu­mál eru heil og sönn og fyr­ir þetta hafa þau liðið.

Ég vil einnig biðjast vel­v­irðing­ar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína op­in­bera fyrr. Verð ég að játa að per­sónu­legt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að til­kynna þetta und­ir hróp­um um óheiðarleika, siðspill­ingu og mútuþægni. Vildi fá að velja rétt­an tíma. Rétt­ur tími kem­ur hins veg­ar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litl­ar lík­ur á að njóta ýtr­asta sann­mæl­is.

Enda er það auka­atriði. Aðal­atriðið er að gera þær um­bæt­ur í sam­fé­lag­inu sem lík­leg­ar eru til að lækna sár­in sem hrunið hef­ur valdið okk­ur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af of­læti og leita eft­ir megni að því sem sam­ein­ar okk­ur sem mann­eskj­ur frem­ur en því sem sundr­ar. Með það fyr­ir aug­um vil ég leggja mitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar og stíga til hliðar í þeirri von að kraft­ar okk­ar allra bein­ist fyrst og fremst að upp­bygg­ingu rétt­láts sam­fé­lags.

Með su­markveðju,
Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert