Grænmeti , bæði innlent og innflutt, hefur hækkað um 64% í verði á síðustu þremur árum, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Áfengi og tóbaksliður vísitölu neysluverðs hefur hækkað um 55% frá því í maí 2007 og bensín um 76% á sama tímabili.
Búvara önnur en grænmeti hefur hækkað um 27% á þremur árum. Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur en grænmeti hafa hækkað um 46% og innfluttar um 75%.
Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 7,5% í maí en var 4,7% í maí 2007.
Hægt er að skoða undirliði vísitölu neysluverðs hér