Vildu ráða í á annað þúsund störf

Arkitektanemar að störfum í Hugmyndahúsinu en það er frumkvöðlasetur Háskólans …
Arkitektanemar að störfum í Hugmyndahúsinu en það er frumkvöðlasetur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. mbl.is/Golli

Um­sókn­ar­frest­ur um 856 tíma­bund­in störf sem náms­mönn­um og at­vinnu­leit­end­um stend­ur til boða er lokið. Mun fleiri sóttu um störf­in held­ur en í boði eru. Eins vildu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem taka þátt í verk­efn­inu fá starfs­menn í mun fleiri störf en þau höfðu kost á eða á annað þúsund. Hins veg­ar voru störf­in tak­mörkuð við 856 og því ekki hægt að verða við ósk­um vinnu­veit­end­anna að fullu.

Meðal ann­ars vildu stofn­an­ir inn­an Há­skóla Íslands ráða mun fleiri held­ur en kom í hlut skól­ans. 

Störf­in eru hluti af sér­stöku at­vinnu­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar og er stefnt að því að ljúka ráðning­um sem fyrst. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvað verður gert varðandi þá sem sóttu um en fá ekki. 

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir taka þátt í átaks­verk­efn­inu og leggja til aðstöðu, efn­is­kostnað og verk­stjórn en fá stuðning til greiðslu launa. At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður styrk­ir verk­efnið um 250 millj­ón­ir króna og rík­is­stjórn­in legg­ur auk þess til 106 millj­ón­ir til að tryggja að hægt sé að greiða laun sem sam­ræm­ast kjara­samn­ing­um sem gilda um viðkom­andi störf. Að auki munu fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög ráða í fjölda starfa með stuðningi Vinnu­mála­stofn­un­ar, að því er fram kem­ur á vef fé­lags­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert