Mun færri greiða atkvæði

1.755 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Laugardalshöll í gær.
1.755 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Laugardalshöll í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mun færri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna kosninganna á morgun en á sama tíma í síðustu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum.

Útlit er fyrir að þegar upp verður staðið hafi átta til níu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík, svipaður fjöldi og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, en í síðustu kosningum hafa 12.500 til 13.000 atkvæði skilað sér þá leiðina.

Við lokun kjörstaðar í Laugardalshöll í gærkvöldi höfðu borist 5.734 atkvæði til kjörstjórans en á sama tíma fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar höfðu borist 9.600 atkvæði. Tæplega 226 þúsund manns eru á kjörskrárstofnum. Er það 9.767 kjósendum fleira en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert