Segir Steinunni marka spor í sögunni

Skúli Helgason
Skúli Helgason

Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á vef sín­um, að Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir hafi markað spor í sög­unni með því að segja af sér þing­mennsku, fyrst allra stjórn­mála­manna eft­ir banka­hrunið. 

„Með ákvörðun sinni legg­ur hún sitt af mörk­um til þeirr­ar til­tekt­ar sem þarf að eiga sér stað í ís­lensk­um stjórn­mál­um, jafnt í Sam­fylk­ing­unni sem ann­ars staðar.  Við og fleiri þurf­um að taka okk­ur í gegn hvað varðar vinnu­brögð, mannaráðning­ar, aðferðir við að raða á fram­boðslista og fjár­mögn­un stjórn­mála­bar­átt­unn­ar. 

Sam­fylk­ing­in á að ganga á und­an með góðu for­dæmi og setja kjörn­um full­trú­um siðaregl­ur, m.a. um sam­skipti og tengsl við fyr­ir­tæki og aðra hags­munaaðila.  Stein­unn er fyrsti stjórn­mála­maður­inn sem axl­ar ábyrgð í tengsl­um við styrkjaum­ræðuna.

Aðrir fram­bjóðend­ur, ekki síst Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem þegið hafa hæstu styrk­ina í gegn­um tíðina hljóta nú að hugsa sinn gang.  Það er líka um­hugs­un­ar­efni fyr­ir kjós­end­ur í Reykja­vík að inn­an við helm­ing­ur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur sinnt kalli Rík­is­end­ur­skoðunar um að upp­lýsa um fjár­mögn­un próf­kjörs­bar­áttu sinn­ar árið 2006. 

All­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skiluðu inn upp­gjöri með skil­merki­leg­um upp­lýs­ing­um um tekj­ur og gjöld.  Á sama hátt koma ekki fram nein­ar upp­lýs­ing­ar í upp­gjör­um sitj­andi þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins um hvaða fyr­ir­tæki styrktu próf­kjörs­bar­áttu þeirra fyr­ir þing­kosn­ing­ar 2007.  All­ir bera þeir við ósk­um viðkom­andi fyr­ir­tækja um nafn­leynd," skrif­ar Skúli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert