Héraðsdómur Vesturlands hefur svipt stýrimann skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og sekað hann um 300 þúsund krónur fyrir að valda árekstri tveggja skipa út af Hvalsnesi í nóvember 2008.
Stýrimaðurinn var við stýrið á fiskiskipinu Bjarna Ólafssyni AK þegar skipið lenti í árekstri við dráttarbátinn Seig, sem var með skip og pramma í togi. Einn skipverji á dráttarbátnum slasaðist við áreksturinn og gat kom á síðu fiskiskipsins.
Héraðsdómur taldi sannað, að stýrimaðurinn hefði ekki haft nægilega gát á siglingaleiðinni og siglt of nálægt dráttarbátnum og prammanum, án þess að draga úr ferð eða víkja fyrir þeim í tæka tíð.