Aðallega varúðarráðstöfun

Þyrlunni var lent á engi á Sandskeiði.
Þyrlunni var lent á engi á Sandskeiði. mbl.is

Tæknilegir örðugleikar í stýrisbúnaði urðu til þess að flugmaður AS 350 þyrlu Norðurflugs nauðlenti á engi á Sandskeiði upp úr hádegi. Að sögn yfirflugstjóra Norðurflugs var aldrei hætta á ferðum.

Þyrlan tekur fimm farþega en í umræddu flugi voru þó engir með. Jón Björnsson, fyrirflugstjóri, segir að þegar stýrisbúnaðurinn sé „eitthvað að stríða mönnum“ þá sé vissara að lenda. Aðallega hafi verið um að ræða varúðarráðstöfun en einnig þykir nauðsyn að lenda í slíkum tilvikum, til að taka af allan vafa.

Jón segir að skemmdir séu afar litlar, aðeins á lendingarbúnaði en þó minni en menn áttu von á enda hafi jarðvegurinn verið mjög mjúkur. Þyrlan verður flutt með bíl í bæinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert