Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti

Leiða má að því lík­ur að nýju bank­arn­ir hafi keypt yf­ir­drátt heim­il­anna af gömlu bönk­un­um með 40 pró­senta af­slætti, að sögn Breka Karls­son­ar, for­stöðumanns Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi.

Seðlabank­inn birti í síðustu viku bráðabirgðagögn um reikn­inga ís­lenska banka­kerf­is­ins og er það í fyrsta sinn frá banka­hruni sem þess­ar töl­ur eru birt­ar.

Kem­ur þar fram að í sept­em­ber 2008 námu yf­ir­drátt­ar­lán hjá ís­lensk­um bönk­um 251,5 millj­örðum króna. Þrem­ur mánuðum síðar, eða í des­em­ber sama ár, nem­ur yf­ir­drátt­ur í bók­um bank­anna 129,7 millj­örðum króna.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert