Pálmi segir fréttir af sér uppspuna

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. Sverrir Vilhelmsson

Pálmi Har­alds­son, oft­ast kennd­ur við Fons, seg­ir í til­kynn­ingu að frétt Svavars Hall­dórs­son­ar, frétta­manns RÚV, í gær sé upp­spuni einn, líkt og aðrar frétt­ir Svavars af mál­efn­um sín­um. Í frétt­inni seg­ir að fjár­mun­ir sem Fons hf. lánaði áhættu­fjár­fest­ing­ar­sjóðnum Pace Associta­tes á ár­inu 2007 hafi aft­ur endað í vasa Pálma.

„Hið eina sem ég veit um þá fjár­muni sem frétt Svavars fjallaði um er, að á ár­inu 2007 hafði Lands­bank­inn Lúx­em­borg milli­göngu um að Fons lánaði Pace Associta­tes kr. 3.000 millj­ón­ir. Þegar lán þetta var veitt af hálfu Fons var mér sem for­svars­manni fé­lags­ins kynnt að Pace Associta­tes væri áhættu­fjár­fest­ing­ar­sjóður, sem fjár­festi m.a. í fast­eigna­verk­efn­um á Indlandi og hygðist efla starf­semi sína m.a. með fjár­fest­ing­um í skráðum er­lend­um verðbréf­um og fast­eign­um víða um heim. Fjár­fest­ing­ar í þessa veru voru ekki óal­geng­ar eft­ir að ís­lensku viðskipta­bank­arn­ir hófu starf­semi er­lend­is. Ekk­ert var óeðli­legt við lán­veit­ingu Fons til Pace. Lán­veit­ing­in var í sam­ræmi við  til­gang Fons og inn­an marka samþykkta fé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu Pálma.

Hót­ar mál­sókn öðru sinni

Pálmi kem­ur einnig inn á dóms­mál sitt á hend­ur Svavari Hall­dórs­syni vegna frétt­ar sem hann flutti um Pálma og fjár­mál hans 25. mars sl. „Ekki var fót­ur fyr­ir þeirri frétt. Enn held­ur sami Svavar áfram. Hér með skora ég því á Svavar Hall­dórs­son  og frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins að biðjast form­lega af­sök­un­ar á frétt­inni frá í gær­kvöld og draga hana til baka. Að öðrum kosti verður að fá hana leiðrétta með at­beina dóm­stóla. “

Pálmi seg­ir, að það kunni að vera að hann sé rétt­laus maður í aug­um Svavars Hall­dórs­son­ar og frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins en aðdrótt­an­ir sem slík­ar verði ekki liðnar hér eft­ir frem­ur en hingað til. „Tjón mitt og fé­laga, sem ég er í for­svari fyr­ir vegna banka­hruns­ins er mikið. Það ger­ir eng­um auðvelt fyr­ir í rekstri að vera út­hrópaður glæpa­maður í fjöl­miðlum dag­inn út og dag­inn inn; glæpa­maður sem á að hafa rænt Glitni banka og eig­in fé­lög í ein­hverj­um flókn­um viðskiptaflétt­um. Slíkt gerðist aldrei hvorki í þess­um Pace- viðskipt­um né öðrum.“


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert