Reynt að forðast hamarinn

Fyrstu uppboð eigna fólks sem fengið hefur frest verða aðra …
Fyrstu uppboð eigna fólks sem fengið hefur frest verða aðra vikuna í júní fari sem horfir.

Verði frumvörp sem liggja fyrir Alþingi að lögum í tæka tíð gætu úrræði samkvæmt þeim leitt til þess að ekki yrði af nauðungaruppboðum á heimilum þeirra sem fengið hafa frest samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga um nauðungarsölu.

Voru frestir veittir í málum þar sem í hlut áttu heimili skuldara en fyrstu frestir sem veittir voru taka brátt að renna út. Meðal þeirra úrræða sem um er að ræða er greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga og heimild fólks til að búa á heimilum sínum í allt að eitt ár eftir nauðungarsölu.

Forsætisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra vilja að Alþingi afgreiði frumvörpin sem fyrst en fyrstu umræðu um þau er lokið. Fyrstu uppboð eigna fólks sem fengið hefur frest verða aðra vikuna í júní fari sem horfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert