Þátttakendur á ráðstefnunni Tengslanet V - völd til kvenna skora á
stjórnvöld að grípa þegar til aðgerða til að vernda börn gegn
afleiðingum sárrar fátæktar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á tveggja daga ráðstefnu sem lauk í gær, en þrjú hundruð konur tóku þátt í henni.
Jafnframt var samþykkt ályktun þar sem bent var á mikilvægi þess að gera
fræðslu um mannréttindi þ.á.m. fræðslu um samfélagslegan ávinning
kynjajafnréttis að skyldunámsefni í grunnskólum.
Þetta var í fimmta sinn sem ráðstefnan er haldin. Stjórnandi og skipuleggjandi ráðstefnunnar er dr. Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor á Bifröst.