Mistur vegna öskufoks

Töluverð aska féll í nágrenni Hvolsvallar og nú fýkur af …
Töluverð aska féll í nágrenni Hvolsvallar og nú fýkur af aurunum. mbl.is/Rax

Mistur er á Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum og hefur verið í allan dag. Ástæðan er öskufok af Markarfljótsaurum og nágrenni eldstöðvarinnar í Eyjafjallajökli.

Þegar mesta öskufokið er dimmir yfir Hvolsvelli, að sögn lögreglumanns sem rætt var við í kvöld. 

Öskunni fylgir óþrifnaður þar sem hún berst inn í híbýli fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka