Þýski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu

F-4 Phantom orrustuflugvél.
F-4 Phantom orrustuflugvél.

Flugsveit frá þýska flughernum sinnir  loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 7.-25. júní . Sveitin verður hér stödd í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálastofnun verða um 140 liðsmenn þýska flughersins á Íslandi vegna verkefnisins, sem að þessu sinni verður sinnt með sex F-4 Phantom orrustuþotum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu hér á landi.

Orrustuþotur þýska flughersins lenda á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag. 2. til 6. júní mun flugsveitin kynna sér aðstæður hér á landi,  æfa  lendingar á Keflavíkurflugvelli og aðflug að Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert