Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar dómaraembætti við Hæstarétt Íslands. Skipað verður í embættið frá og með 1. ágúst en þá lætur Hjördís Hákonardóttir af störfum fyrir sakir aldurs.
Stjórnarskrá Íslands kveður á um, að veita megi hæstaréttardómara lausn frá störfum þegar þeir verða 65 ára en Hjördís er fædd árið 1944.
Fram kemur á vef ráðuneytisins, að við skipun í embættið verði farið að nýjum reglum við skipun dómara í samræmi við breytingar á lögum um dómstóla, sem tóku gildi nú í lok maí.
Hjördís var skipuð hæstaréttardómari í maí árið 2006 og hefur því gegnt embættinu í 4 ár. Hún var áður dómsstjóri við Héraðsdóm Suðurlands.