Málefnavinna við myndun nýs meirihluta fjögurra flokka í bæjarstjórn Kópavogs er langt komin. Oddviti Samfylkingarinnar telur að vinna við myndun meirihlutans fari langt í dag.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins hófust á sunnudag og héldu áfram í dag. Viðræðunefndir flokkanna sátu á fundi fram á kvöld.
Ákveðið var að oddvitar flokkanna kæmu saman til fundar á morgun. Þá verður verkaskipting til umræðu, meðal annars bæjarstjórastóllinn.
Guðríður Arnardóttir er bjartsýn. „Það er ótrúlega mikill samhljómur á milli þessara hópa,“ segir hún.