Mótmælastaða boðuð við utanríkisráðuneytið

Reuters

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað mótmælastöðu fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag klukkan 17 vegna  árásar Ísraelshers á alþjóðlega skipalest með hjálpargögn til handa íbúm Gaza.

Félagið skorar á íslensk stjórnvöld að slíta þegar í stað stjórnmálasambandi við ísraelsk stjórnvöld. og beita sér jafnframt fyrir því á alþjóðavettvangi að viðskipta-, íþrótta- og menningarsambandsbann verði sett á Ísrael þar til þarlend stjórnvöld fari að alþjóðalögum, fari að samþykktum Sameinuðu þjóðanna og hætti ólögmætu umsátri og hernámi sínu á palestínsku herteknu svæðunum; Vesturbakkanum og Gaza, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert